Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 15:02 Kári Jónsson og DeAndre Kane skiptast á orðum. stöð 2 sport Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Þriðji leikur Grindavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu stöð klukkan 18:30. Kári settist niður með Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Subway Körfuboltakvölds, fyrir þriðja leikinn og ræddi um úrslitaeinvígið. Kane hefur farið hamförum í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði samtals 72 stig í þeim. Sá bandaríski er stór og mikill karakter en þrátt fyrir það svarar Kári honum fullum hálsi. „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig og fer ekkert rosalega mikið út í það. En þetta er skemmtilegt. Við erum að keppa og það er rosalega marga þarna inni á vellinum sem langar að vinna og gera mikið til þess,“ sagði Kári. „Svo lengi sem menn hafa gaman og það er jákvæð samkeppni er þetta hrikalega gaman. Hann er búinn að vera geggjaður í þessum tveimur leikjum og hann á mikið hrós skilið fyrir það. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að hægja á honum. Ég held að það sé enginn að fara að stoppa þennan mann en við þurfum að hægja á honum og ýta kannski í erfiðari aðgerðir og svoleiðis. Þetta er hrikaleg skemmtileg viðureign og gaman að kljást við þetta.“ Klippa: Viðtal við Kára Jónsson Kári spilaði aðeins fjóra deildarleiki með Val í vetur og hafði ekki spilað síðan 10. nóvember þegar hann sneri aftur á völlinn fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík á föstudaginn. „Maður gleymir sér þegar maður er kominn inn á. Ég hafði smá áhyggjur fyrir fyrsta leikinn. Ég vissi ekki alveg hvað maður væri að fara út í og myndi höndla og líkaminn gæti staðið. En mér ég koma vel út úr því. Ég er búinn að gera vel, bæði í öllum undirbúningi og svo fór ég í aðgerð. Það er mikil vinna,“ sagði Kári. „Auðvitað er svolítið erfitt að vera á æfingu á þriðjudegi eða miðvikudegi á móti unglingaflokki og svo að spila í lokaúrslitum. Það er aðeins stökk en bara gaman og mér finnst ég hafa höndlað það ágætlega og er nokkuð ferskur.“ Kári skoraði átta stig í fyrstu tveimur leikjum einvígsins og gaf samtals níu stoðsendingar. Horfa má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti