Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2024 16:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en á vegum stjórnarráðsins eru fjölmargara nefndir sem Bjarni hefur varla tölu á. vísir/vilhelm Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. „Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
„Ég rak upp risastór augu þegar ég sá þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson Pírati. Björn Leví á sæti í fjárlaganefnd og hann fékk þessar upplýsingar í dag. Hann segist hreinlega ekki muna eftir tilefninu fyrir spurningunni, svörin vilji oft berast seint og um síðir. „Þetta var í kjölfar þess að einhver gestur kom fyrir nefndina, þá spratt fram þessi spurning. En gögnin eru athyglisverð óháð því.“ Margir að stússast í nefndum vinstri hægri Og það eru þau vissulega. Svörin koma í tveimur skjölum sem finna má hér neðar í fréttinni. En í mars 2023 ákvað ríkisstjórnin að setja á fót starfshóp þriggja ráðuneyta til að fjalla um leggja fram tillögur um bætta þjónustu, aukið gagnsæi og skilvirkni stjórnsýslunefnda hjá ríkinu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fékk óvænt í hendur svar við spurningu sem hann man ekki einu sinni hvert tilefnið var. En svörin eru sannarlega athyglisverð og sýna nefndasýslu ríkisins, hvorki meira né minna.Vísir/Ívar Fannar Samkvæmt upplýsingum starfshópsins starfa 384 varanlegar stjórnsýslunefndir á vegum ríkisins og aðeins sex þeirra eru ekki settar á fót með lögum. Eins og áður sagði má flokka nefndirnar í eftirfarandi: 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir 72 stjórnir. Björn Leví segir að í meðfylgjandi exelskjali sé að finna langan lista þar sem hver og ein nefnd er sundurliðuð. Björn Leví segir að þar sé án efa eitt og annað athyglisvert að finna. En þetta er eins og við séum komin í eitthvert Kafkaískt skrifræðishelvíti? „Tjahhh, hversu mikið af þessu eru sæti sem stjórnmálaflokkarnir skipa í hingað og þangað? Sem eru góð verðlaun að komast í einhverjar góðar nefndir, það er vel mögulegt. Ég bjóst ekki við þetta stórri tölu.“ Góð nefndaseta getur komið sér vel En er hægt að segja að valdaflokkarnir noti þetta hreinlega til að gauka góðu að flokkshollum til að þétta raðirnar? „Ég veit það ekki. En það er sá grunur sem læðist að manni. Maður heyrði eitthvað slíkt í sambandi víð ýmsar slitastjórnir, að þar kæmu lögfræðingar sem þurfi að fá smá bita. Og ekki ólíklegt að það sé í einhverjum svona nefndum hingað og þangað. En hversu mikið er skipað af kerfinu og svo pólitíkinni liggur ekki fyrir. En fjöldinn er stjarnfræðilegur.“ Björn Leví segir óvarlegt að fjölyrða um þetta atriði en hér bjóðist óvænt ákveðin yfirsýn, ástæða til að spyrja nánar ef menn reka augu í eitthvað sem fólk klóri sér í kolli yfir. „Fyrsta sem ég sá var fjöldinn. Kannski eru ástæður fyrir því að það sé nauðsynlegt að hafa allar þessar nefndir fram og til baka, ég veit það ekki. En mér finnst þetta of há tala.“ Tengd skjöl Svar_til_fjárlaganefndar_-_umbætur_og_málefnasvið_5_(1)_(1)PDF157KBSækja skjal Yfirlit_yfir_nefndir_STJR_svar_til_fjárlaganefndar_(1)PDF645KBSækja skjal
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent