„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 10:58 Frá mótmælum á skólalóð Radboud. aðsend Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“ Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“
Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira