Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. maí 2024 07:00 Feðgarnir Pálmi og Baltasar fögnuðu forsýningu Snertingu saman síðastliðinn mánudag. Hulda Margrét Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum. Þar ræðir Baltasar gerð myndarinnar, samstarf sitt við Egil Ólafsson og augnablikið þar sem hann áttaði sig á því að sonur hans Pálmi Kormákur væri besti maðurinn til þess að túlka persónu Egils í fortíðinni og áhyggjur sínar af því að hann væri mögulega að þröngva syni sínum í verkefnið. Saga sem varð að kvikmynda „Það var engin spurning í mínum huga, ég bara hringdi í hann daginn eftir að ég var búinn með bókina og ég var nú ekki mikið meira en sólarhring með hana, ég átti mjög erfitt með að leggja hana frá mér og það var einhver ofboðslega vönduð frásögn, tiltölulega einföld og mystería sem var nóg til að halda manni við efnið og svo bara herti hún takið á manni,“ segir Baltasar um stundina þegar hann ákvað að ræða hugsanlega kvikmynd við Ólaf Jóhann, höfund Snertingar. Hann segir samstarf þeirra tveggja við vinnslu handritsins og við að koma bókinni á hvíta tjaldið hafa gengið vonum framar. Baltasar segist telja að ekki margir átti sig á því hvað Ólafur sé afslappaður og alþýðlegur. „Í raun og veru laus við alla tilgerð og snobb skilurðu, þetta er maður sem er búinn að vera varaforseti Time Warner, skrifað bækur alla sína ævi og er mikilsvirtur rithöfundur. Okkar samtal einkenndist algjörlega af sameiginlegum vilja að reyna að gera þessu sem best skil, hvað væri best fyrir kvikmyndaformið. Hann var aldrei að segja: „Já en bókin!“ Baltasar segir ýmislegt öðruvísi í myndinni en bókinni en andi hennar og tilgangur ferðalagsins í henni, sjálft gangverk sögunnar, haldist þó óbreytt. Baltasar eys Ólaf Jóhann lofi.Hulda Margrét Egill á þremur tungumálum og með prjóna í vinstri Baltasar lýsir því í Tveir á toppnum að hann hafi tekið eftir því að eitthvað hafi breyst við Egil Ólafsson frá því þeir unnu fyrst saman við gerð Ófærð 3. Þá hafi hann ekki vitað sem var, að Egill væri að takast á við Parkinsons-sjúkdóminn. „Svo þegar ég er að ráða í hlutverk fyrir þetta þá bara kom ég honum ekki út úr hausnum á mér. Svo kemur það í ljós að hann er náttúrulega að glíma við þessi veikindi og er ekki viss um að þetta sé gerlegt en mér fannst það ekki vera ástæða....í raun og veru fannst mér enn ríkari ástæða til þess að ráða hann.“ Baltasar segir það fyrst og fremst vegna þess að þetta gefi myndinni annað yfirbragð. Veiti myndinni sannleik og dýpt sem erfitt sé að leika eftir en hann segist alltaf vilja vera tengdur raunveruleikanum að einhverju leyti í sinni kvikmyndagerð. „Egill er mikill perfeksjónisti og er mjög umhugað um… Listin er honum allt. Þannig hann hafði áhyggjur af því að hann gæti ekki gert þetta en ég sannfærði hann um að það yrði ekki vandamál,“ segir Baltasar. Bætt hafi verið við viku af tökum í Japan til að hægja á ferðinni og auðvelda Agli lífið en þar var hann stöðugt í mynd. „Þannig við fórum oft fram að þessari brún, ég og Egill, og hann spurði mig einhvern tímann hvort ég ætlaði að drepa sig,“ segir Baltasar hlæjandi. Þá rifjar hann upp í hlaðvarpsþættinum að sonur hans Pálmi Kormákur, sem leikur Kristófer, persónu Egils í fortíðinni, sé örvhentur. Þar sem hann fáist mikið við eldamennsku í myndinni var ákveðið að hafa Kristófer örvhentan í myndinni og þannig hafi hinn rétthenti Egill á einum tímapunkti neyðst til að borða mat með prjónum í vinstri hendi í atriði þar sem hann þurfti auk þess að tala á þremur tungumálum í þokkabót, íslensku, japönsku og ensku. „En hann púllaði þetta og hann náði meira að segja bitanum upp í sig. Ég man ekki hvort það er í myndinni en hann náði honum upp með vinstri hendinni,“ segir Baltasar. Hann segist þess fullviss að um sé að ræða bestu frammistöðu Egils á löngum og glæstum ferli. Erfitt að finna yngri Kristófer Selma Björnsdóttir fór með leikaraval í myndinni og segir Baltasar samstarfið hafa gengið gríðarlega vel. Hins vegar reyndist erfitt og tímafrekt að finna réttan leikara í hlutverk yngri Kristófers og að lokum hafi Selma stungið upp á sonum Balta, annað hvort Stormi eða Pálma. „Ég segi við hana: Stormur er náttúrulega mjög flottur leikari en hann er ekki réttur í þennan karakter og gleymdu Pálma, hann mun aldrei mæta,“ segir Baltasar, hlær og bætir við að Pálmi hafi haft lítinn áhuga á kvikmyndaleik síðan hann fór barnungur með hlutverk í Reykjavík Rotterdam. „Svo bara dúkkar hann upp á skrifstofu hjá mér einn daginn og ég segi: „Hvað, vorum við með einhvern „meeting“ hérna? Ætlarðu að hitta mig?“ Nei, ég er að koma í prufu, varstu ekki að biðja mig um það?“ segir Baltasar hlæjandi í hlaðvarpsþættinum. Hann segir að leikaravalið hafi þá farið í ferli sem endaði með því að Pálmi varð fyrir valinu. „Þannig, ég reyndi að gera þetta eins heiðarlega og ég gat en ég verð að viðurkenna það að það komu alveg móment líka þar sem hann var ekki viss hvort hann ætti að gera þetta. Þá varð ég stressaður, af því að ég, „shit“, nú var ég allt í einu farinn að upplifa: Ef ég hef ekki hann, hvern þá? Af því að þetta var ekki eitthvað ég að gera honum greiða.Það var hann sem var að gera mér greiða, af því að það halda allir að þetta sé bara á einn veginn.“ Baltasar segir það síðasta sem foreldrar vilji gera börnunum sínum sé að setja þau í erfiðar aðstæður sem eigi ekki við þau. Svo hafi framleiðendur myndarinnar ákveðið að vera ekkert að halda því að fólki að Pálmi væri í raun sonur Baltasars, heldur leyfa fólki að uppgötva það sjálft. Hann segir samstarfið við soninn hafa gengið vonum framar. „Það var mjög gott og það er ótrúlega ánægjulegt og ég bara hvet alla, hvort sem það er í listum eða öðru, ef þú getur fengið tækifæri til að vinna með barninu þínu á jafnréttisgrundvelli, eins langt og það nær, að gera það.“ Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður? Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu. Myndin er heimsfrumsýnd á Íslandi 29. maí en svo verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Látast vera boðberar frelsisins en vilja bara græða peninga Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér sitt besta verk. Snerting heitir skáldsagan. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að komast að því hvers vegna bókin er svona vel heppnuð. 12. desember 2020 07:00 Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49 Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum. Þar ræðir Baltasar gerð myndarinnar, samstarf sitt við Egil Ólafsson og augnablikið þar sem hann áttaði sig á því að sonur hans Pálmi Kormákur væri besti maðurinn til þess að túlka persónu Egils í fortíðinni og áhyggjur sínar af því að hann væri mögulega að þröngva syni sínum í verkefnið. Saga sem varð að kvikmynda „Það var engin spurning í mínum huga, ég bara hringdi í hann daginn eftir að ég var búinn með bókina og ég var nú ekki mikið meira en sólarhring með hana, ég átti mjög erfitt með að leggja hana frá mér og það var einhver ofboðslega vönduð frásögn, tiltölulega einföld og mystería sem var nóg til að halda manni við efnið og svo bara herti hún takið á manni,“ segir Baltasar um stundina þegar hann ákvað að ræða hugsanlega kvikmynd við Ólaf Jóhann, höfund Snertingar. Hann segir samstarf þeirra tveggja við vinnslu handritsins og við að koma bókinni á hvíta tjaldið hafa gengið vonum framar. Baltasar segist telja að ekki margir átti sig á því hvað Ólafur sé afslappaður og alþýðlegur. „Í raun og veru laus við alla tilgerð og snobb skilurðu, þetta er maður sem er búinn að vera varaforseti Time Warner, skrifað bækur alla sína ævi og er mikilsvirtur rithöfundur. Okkar samtal einkenndist algjörlega af sameiginlegum vilja að reyna að gera þessu sem best skil, hvað væri best fyrir kvikmyndaformið. Hann var aldrei að segja: „Já en bókin!“ Baltasar segir ýmislegt öðruvísi í myndinni en bókinni en andi hennar og tilgangur ferðalagsins í henni, sjálft gangverk sögunnar, haldist þó óbreytt. Baltasar eys Ólaf Jóhann lofi.Hulda Margrét Egill á þremur tungumálum og með prjóna í vinstri Baltasar lýsir því í Tveir á toppnum að hann hafi tekið eftir því að eitthvað hafi breyst við Egil Ólafsson frá því þeir unnu fyrst saman við gerð Ófærð 3. Þá hafi hann ekki vitað sem var, að Egill væri að takast á við Parkinsons-sjúkdóminn. „Svo þegar ég er að ráða í hlutverk fyrir þetta þá bara kom ég honum ekki út úr hausnum á mér. Svo kemur það í ljós að hann er náttúrulega að glíma við þessi veikindi og er ekki viss um að þetta sé gerlegt en mér fannst það ekki vera ástæða....í raun og veru fannst mér enn ríkari ástæða til þess að ráða hann.“ Baltasar segir það fyrst og fremst vegna þess að þetta gefi myndinni annað yfirbragð. Veiti myndinni sannleik og dýpt sem erfitt sé að leika eftir en hann segist alltaf vilja vera tengdur raunveruleikanum að einhverju leyti í sinni kvikmyndagerð. „Egill er mikill perfeksjónisti og er mjög umhugað um… Listin er honum allt. Þannig hann hafði áhyggjur af því að hann gæti ekki gert þetta en ég sannfærði hann um að það yrði ekki vandamál,“ segir Baltasar. Bætt hafi verið við viku af tökum í Japan til að hægja á ferðinni og auðvelda Agli lífið en þar var hann stöðugt í mynd. „Þannig við fórum oft fram að þessari brún, ég og Egill, og hann spurði mig einhvern tímann hvort ég ætlaði að drepa sig,“ segir Baltasar hlæjandi. Þá rifjar hann upp í hlaðvarpsþættinum að sonur hans Pálmi Kormákur, sem leikur Kristófer, persónu Egils í fortíðinni, sé örvhentur. Þar sem hann fáist mikið við eldamennsku í myndinni var ákveðið að hafa Kristófer örvhentan í myndinni og þannig hafi hinn rétthenti Egill á einum tímapunkti neyðst til að borða mat með prjónum í vinstri hendi í atriði þar sem hann þurfti auk þess að tala á þremur tungumálum í þokkabót, íslensku, japönsku og ensku. „En hann púllaði þetta og hann náði meira að segja bitanum upp í sig. Ég man ekki hvort það er í myndinni en hann náði honum upp með vinstri hendinni,“ segir Baltasar. Hann segist þess fullviss að um sé að ræða bestu frammistöðu Egils á löngum og glæstum ferli. Erfitt að finna yngri Kristófer Selma Björnsdóttir fór með leikaraval í myndinni og segir Baltasar samstarfið hafa gengið gríðarlega vel. Hins vegar reyndist erfitt og tímafrekt að finna réttan leikara í hlutverk yngri Kristófers og að lokum hafi Selma stungið upp á sonum Balta, annað hvort Stormi eða Pálma. „Ég segi við hana: Stormur er náttúrulega mjög flottur leikari en hann er ekki réttur í þennan karakter og gleymdu Pálma, hann mun aldrei mæta,“ segir Baltasar, hlær og bætir við að Pálmi hafi haft lítinn áhuga á kvikmyndaleik síðan hann fór barnungur með hlutverk í Reykjavík Rotterdam. „Svo bara dúkkar hann upp á skrifstofu hjá mér einn daginn og ég segi: „Hvað, vorum við með einhvern „meeting“ hérna? Ætlarðu að hitta mig?“ Nei, ég er að koma í prufu, varstu ekki að biðja mig um það?“ segir Baltasar hlæjandi í hlaðvarpsþættinum. Hann segir að leikaravalið hafi þá farið í ferli sem endaði með því að Pálmi varð fyrir valinu. „Þannig, ég reyndi að gera þetta eins heiðarlega og ég gat en ég verð að viðurkenna það að það komu alveg móment líka þar sem hann var ekki viss hvort hann ætti að gera þetta. Þá varð ég stressaður, af því að ég, „shit“, nú var ég allt í einu farinn að upplifa: Ef ég hef ekki hann, hvern þá? Af því að þetta var ekki eitthvað ég að gera honum greiða.Það var hann sem var að gera mér greiða, af því að það halda allir að þetta sé bara á einn veginn.“ Baltasar segir það síðasta sem foreldrar vilji gera börnunum sínum sé að setja þau í erfiðar aðstæður sem eigi ekki við þau. Svo hafi framleiðendur myndarinnar ákveðið að vera ekkert að halda því að fólki að Pálmi væri í raun sonur Baltasars, heldur leyfa fólki að uppgötva það sjálft. Hann segir samstarfið við soninn hafa gengið vonum framar. „Það var mjög gott og það er ótrúlega ánægjulegt og ég bara hvet alla, hvort sem það er í listum eða öðru, ef þú getur fengið tækifæri til að vinna með barninu þínu á jafnréttisgrundvelli, eins langt og það nær, að gera það.“ Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður? Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu. Myndin er heimsfrumsýnd á Íslandi 29. maí en svo verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Látast vera boðberar frelsisins en vilja bara græða peninga Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér sitt besta verk. Snerting heitir skáldsagan. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að komast að því hvers vegna bókin er svona vel heppnuð. 12. desember 2020 07:00 Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49 Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Látast vera boðberar frelsisins en vilja bara græða peninga Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sent frá sér sitt besta verk. Snerting heitir skáldsagan. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að komast að því hvers vegna bókin er svona vel heppnuð. 12. desember 2020 07:00
Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. 5. október 2022 15:49
Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7. febrúar 2021 20:32