Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 23:26 Cassie Ventura þakkar fyrir þá umhyggju og ást sem henni hefur verið sýnd undanfarið. getty „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum. Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum.
Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09