„Neyðarlínunni til mikillar gleði, fannst þessi glaðningur á stéttinni hjá okkur í dag. Yndislegt að fá svona til okkar og greinilegt að einhver mjög þakklát börn voru á ferð,“ segir í færslu Neyðarlínunnar á Facebook.
Þar segir að börnin hafi hvorki stoppað né látið vita. Gjafirnar hafi allar verið ómerktar og því um leynigesti að ræða.
„Það væri gaman að hitta þau sem komu með pakkann og þakka kærlega á móti. Ef þið kannist við að hafa verið á ferðinni með hóp af krökkum hér í Skógarhlíðinni í dag 23.5 eða vitið hver færði okkur þessa frábæru gjöf, endilega látið okkur vita,“ biðlar Neyðarlínan til fólks.