Halla Hrund - Þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. maí 2024 07:00 Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun