Halla Hrund, Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir? Reynir Böðvarsson skrifar 24. maí 2024 09:31 Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. Manni hefur oft komið til hugar spurningar sem hann lét vera að spyrja. Þetta gerði samtölin að allt öðru en því sem við eigum að venjast. Spurningin er hvað las maður á milli línanna. Það er líklega einstaklingsbundið en ég ætla hér að reyna að lýsa mínum millilína lesskilningi. Halla Hrund var að venju einlæg í sínum svörum en augljóslega fyrirfram ákveðin í því að láta ekki hanka sig í málum sem gerði það mögulegt að staðsetja hana á einhverju pólitísku rófi öðru en því er varðar að gæta að almannahagsmunum. Hún varði sig fimlega gagnvart ýmsum spurningum sem hefði getað truflað þann margbreytta hóp sem aðhyllast hana og hafa hana sem mögulegan kandídat í kjörklefanum. Á sama tíma gat hún vísað í, sem spyrjandi gerði reyndar líka, afstöðu sína í mikilvægum málum sem hún hefur í skrifum sínum og sem orkumálastjóri varðandi sjálfbæra ráðstöfun á náttúruauðlindum Íslands. Hvað varðar Höllu Hrund fer saman hljóð og mynd, þar fer saman það sem hún hefur hingað til áorkað og það sem hún vill gera, þar er ekkert hókus pókus heldur fer hún fram eins og hún er og hefur alltaf verið og býður sig fram sem slík. Það þarf ekkert að lesa mikið á milli línanna hún er einfaldlega Halla Hrund. Þegar ég horfði á samtölin við Höllu Tómasdóttur varð upplifunin önnur. Hún tók á vissan hátt afstöðu gegn gömlu Höllu Tómasdóttur. Hún gagnrýndi nú það sem hún hafði trúað einlægt á og tók ríkan þátt í. Hún gagnrýnir nú skammtímasjónarmið kapítalismans en virðist ekki vilja gera neinar grundvallar breytingar annað en að lengja sjónarmiðin úr ársfjórðungi í eitthvað svolítið lengra og fá konur og ungt fólk í samtal með stjórnendum fyrirtækja. Hún viðurkennir reyndar að það gangi hægt að fá fyrirtæki á vagninn en hún og hennar B-team séu samt með lausnirnar. Hún talar um að maður byrji á sjálfum sér og breyti svo kerfinu einhvernvegin með hugarfarsbreytingunni. Ég kaupi ekki neitt af þessu og mér finnst þetta mest orðagjálfur og með öllu innihaldslaust. Hún sér, eins og reyndar allir ættu að sjá, að kerfin okkar eru brotin, en gífurleg auðsöfnun á fáar hendur og að jörðin sé að bresta undan álaginu var ekki minnst á. Hún nefndi ekki neysluþjóðfélagið einu orði. Hvað varðar Katrínu Jakobsdóttur er náttúrulega ekki hægt að lesa á milli lína sem ekki eru tíl þegar kemur að þessum samtölum Gunnars Smára. Við þekkjum hana þó betur en aðra frambjóðendur vegna þátttöku hennar í stjórnmálum á Íslsndi síðustu áratugi. Nú kemur fljótlega að því að við þurfum að velja okkar forseta til næstu ára. Að velja á milli þessara þriggja frambjóðenda er að mínu mati nokkuð auðvelt. Halla Hrund er með glæsilegan feril að baki og þarf ekki að segja sig frá neinu sem hún hefur gert eða afsaka. Hún er sama Halla Hrund og hún hefur alltaf verið og ætlar að halda því áfram og býður sig fram sem slík. Það er ekki oft held ég sem þjóð hefur kost á að velja sér slíkan forseta. Það er því engin spurning hjá mér, ég kýs Höllu Hrund í þessum kosningum. Halla Tómasdóttir á sér að mínu mati of ríka sögu í því sem aflaga fór á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hún reynir að telja okkur trú um að hún sé ný og betri Halla Tómasdóttir og ætli að gera betur næst en ég á erfitt með að kaupa það. Ég get einfaldlega ekki hugsað mér fulltrúa auðmanna og nýfrjálshyggjunar sem forseta á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir á sér líka sögu sem mörg okkar eigum erfitt með að skilja og síðustu 7 ár eru einfaldlega ömurleg í hennar sögu að mínu mati þar sem hún hefur haldið spilltasta stjórnmálaflokki við völd og til að kóróna á verkið afhent þessum sama flokki forsætisráðuneytið þar sem forsætisráðherra er óvinsælasti stjórnmálamaður Íslands fyrr og síðar. En ég verð þó að segja að ef ég á að kjósa á milli nýju Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur sem ég veit að á sér félagslegt hjarta sem hún eflaust gæti grafið upp og komið með í nýgamalli Katrínu í forsetaembættið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. Manni hefur oft komið til hugar spurningar sem hann lét vera að spyrja. Þetta gerði samtölin að allt öðru en því sem við eigum að venjast. Spurningin er hvað las maður á milli línanna. Það er líklega einstaklingsbundið en ég ætla hér að reyna að lýsa mínum millilína lesskilningi. Halla Hrund var að venju einlæg í sínum svörum en augljóslega fyrirfram ákveðin í því að láta ekki hanka sig í málum sem gerði það mögulegt að staðsetja hana á einhverju pólitísku rófi öðru en því er varðar að gæta að almannahagsmunum. Hún varði sig fimlega gagnvart ýmsum spurningum sem hefði getað truflað þann margbreytta hóp sem aðhyllast hana og hafa hana sem mögulegan kandídat í kjörklefanum. Á sama tíma gat hún vísað í, sem spyrjandi gerði reyndar líka, afstöðu sína í mikilvægum málum sem hún hefur í skrifum sínum og sem orkumálastjóri varðandi sjálfbæra ráðstöfun á náttúruauðlindum Íslands. Hvað varðar Höllu Hrund fer saman hljóð og mynd, þar fer saman það sem hún hefur hingað til áorkað og það sem hún vill gera, þar er ekkert hókus pókus heldur fer hún fram eins og hún er og hefur alltaf verið og býður sig fram sem slík. Það þarf ekkert að lesa mikið á milli línanna hún er einfaldlega Halla Hrund. Þegar ég horfði á samtölin við Höllu Tómasdóttur varð upplifunin önnur. Hún tók á vissan hátt afstöðu gegn gömlu Höllu Tómasdóttur. Hún gagnrýndi nú það sem hún hafði trúað einlægt á og tók ríkan þátt í. Hún gagnrýnir nú skammtímasjónarmið kapítalismans en virðist ekki vilja gera neinar grundvallar breytingar annað en að lengja sjónarmiðin úr ársfjórðungi í eitthvað svolítið lengra og fá konur og ungt fólk í samtal með stjórnendum fyrirtækja. Hún viðurkennir reyndar að það gangi hægt að fá fyrirtæki á vagninn en hún og hennar B-team séu samt með lausnirnar. Hún talar um að maður byrji á sjálfum sér og breyti svo kerfinu einhvernvegin með hugarfarsbreytingunni. Ég kaupi ekki neitt af þessu og mér finnst þetta mest orðagjálfur og með öllu innihaldslaust. Hún sér, eins og reyndar allir ættu að sjá, að kerfin okkar eru brotin, en gífurleg auðsöfnun á fáar hendur og að jörðin sé að bresta undan álaginu var ekki minnst á. Hún nefndi ekki neysluþjóðfélagið einu orði. Hvað varðar Katrínu Jakobsdóttur er náttúrulega ekki hægt að lesa á milli lína sem ekki eru tíl þegar kemur að þessum samtölum Gunnars Smára. Við þekkjum hana þó betur en aðra frambjóðendur vegna þátttöku hennar í stjórnmálum á Íslsndi síðustu áratugi. Nú kemur fljótlega að því að við þurfum að velja okkar forseta til næstu ára. Að velja á milli þessara þriggja frambjóðenda er að mínu mati nokkuð auðvelt. Halla Hrund er með glæsilegan feril að baki og þarf ekki að segja sig frá neinu sem hún hefur gert eða afsaka. Hún er sama Halla Hrund og hún hefur alltaf verið og ætlar að halda því áfram og býður sig fram sem slík. Það er ekki oft held ég sem þjóð hefur kost á að velja sér slíkan forseta. Það er því engin spurning hjá mér, ég kýs Höllu Hrund í þessum kosningum. Halla Tómasdóttir á sér að mínu mati of ríka sögu í því sem aflaga fór á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hún reynir að telja okkur trú um að hún sé ný og betri Halla Tómasdóttir og ætli að gera betur næst en ég á erfitt með að kaupa það. Ég get einfaldlega ekki hugsað mér fulltrúa auðmanna og nýfrjálshyggjunar sem forseta á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir á sér líka sögu sem mörg okkar eigum erfitt með að skilja og síðustu 7 ár eru einfaldlega ömurleg í hennar sögu að mínu mati þar sem hún hefur haldið spilltasta stjórnmálaflokki við völd og til að kóróna á verkið afhent þessum sama flokki forsætisráðuneytið þar sem forsætisráðherra er óvinsælasti stjórnmálamaður Íslands fyrr og síðar. En ég verð þó að segja að ef ég á að kjósa á milli nýju Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur sem ég veit að á sér félagslegt hjarta sem hún eflaust gæti grafið upp og komið með í nýgamalli Katrínu í forsetaembættið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun