Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 10:25 Frá vinstri: Rúnar Ingi, Halldór Karlsson formaður, Einar Árni JBÓ / umfn.is Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira