Nýja hægrið Davíð Bergmann skrifar 24. maí 2024 12:31 Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun