Uppgjör og viðtöl: Fram-Breiðablik 1-4 | Þriðji sigur Blika í röð Stefán Marteinn Olafsson skrifar 26. maí 2024 20:05 Viktor Karl skoraði tvö mörk í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta þegar það lagði Fram örugglega á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í Grafarholti. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og strax á fjórðu mínútu komust gestirnir í Breiðablik í dauðafæri. Höskuldur Gunnlaugsson átti þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið frá hægri og Patrik Johannesen átti skalla á markið sem Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega en beint fyrir fætur Patriks sem átti aðra tilraun sem Ólafur Íshólm varði aftur stórkostlega. Það dró svo til tíðinda á 15. mínútu leiksins þegar Fram fékk hornspyrnu. Fred tók spyrnuna stutt á Tiago sem gaf boltan aftur á Fred sem sendi frábæran bolta fyrir markið þar sem Guðmundur Magnússon kom á nærstöngina og skallaði boltann í netið og kom Fram yfir. Guðmundur Magnússon að skora í sínum fjórða leik í röð. Breiðablik voru þó ekki lengi undir en þeir jöfnuðu leikinn fimm mínútum síðar með frábæru marki frá Viktor Karl Einarssyni. Kristinn Jónsson sendi boltann á Viktor Karl sem lyfti boltanum yfir Kyle McLagan og lagði hann svo framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Bæði lið áttu fínustu færi eftir þetta en tókst þó ekki að ógna að neinu viti. Liðin fóru því jöfn með sitthvort markið inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn fór fjörlega af stað og sóttu liðin endana á milli. Það voru rétt um sjö mínútur liðnar af hálfleiknum þegar Blikar vildu fá víti þegar Adam Örn Arnarsson virtist stíga á Kristinn Jónsson inn í teig sem féll við en ekkert dæmt. Breiðablik tóku forystuna á 73. mínútu leiksins þegar þeir náðu að sækja hratt á Framara. Jason Daði kom boltanum á Viktor Karl Einarsson sem óð í gegnum miðjuna og að teignum. Hann lagði þar boltann til hliðar á Aron Bjarnason sem átti flott skot í fjærhornið og kom Breiðablik yfir í leiknum. Breiðablik skoruðu svo tvö mörk á tveimur mínútum til að endanlega gera út um leikinn. Fyrra markið kom á 83. mínútu og var þar Viktor Karl Einarsson á ferðinni. Hann átti fremur laust skot sem lak undir Ólaf Íshólm í marki Fram. Tveimur mínútum síðar var Kristinn Steindórsson búin að þræða Ísak Snær Þorvaldsson inn fyrir vörn Framara þar sem hann gerði allt rétt og skoraði fjórða mark gestana. Fleirra gerðist ekki í þessum leik og gestirnir í Breiðablik fóru með afskaplega þægilegan 1-4 sigur heim í Kópavoginn. Atvik leiksins Það er hægt að nefna tvöföldu vörslu Ólafs Íshólms hérna í upphafi leiks. Það er einnig hægt að nefna markið hans Viktors Karls sem var einstaklega smekklega gert. Atvikið er hinsvegar þriðja mark Breiðabliks. Viktor Karl á skot sem virkar ekkert svo fast en það lekur undir Ólaf Íshólm í marki Fram. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson var frábær í dag. Skoraði tvö og lagði upp eitt. Erfitt að horfa framhjá þeirri frammistöðu. Var heilt yfir besti maður vallarins sennilega.Kristinn Jónsson var einnig öflugur og á skilið að fá smá viðurkenningu. Ólafur Íshólm Ólafsson verður því miður að taka það á sig að vera skúrkurinn. Eins og þetta byrjaði vel hjá honum í dag en þá er það þetta þriðja mark sem situr svolítið eftir þegar hann missir hann undir sig. Dómarinn Elías Ingi Árnason dæmdi þennan leik og honum til aðstoðar voru Andri Vigfússon og Bergur Daði Ágústsson. Arnar Ingi Ingvarsson var þá fjórði dómari. Dómarateymið var að mínu mati bara mjög gott heilt yfir. Það er ýmislegt sem hægt er að pikka út eflaust og spurning hvort Blikar hefðu átt að fá víti í upphafi síðari en það kom ekki að sök. Ef ég þyrfti að gefa einkunn væri það sennilega bara 6.5 Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna í dag. Flott stemning sem myndaðist í dag og sungið og trallað. Verð að gefa stuðningsmönnum Fram það að þeir voru með nýjungar í söng sem er alltaf skemmtilegt.Aðstæður voru svo bara til fyrirmyndar. „Þeir eru nú ekki þekktir fyrir að brotna“ Halldór Árnason, þjálfari Blika.Vísir/Diego „Góður seinni hálfleikur hjá okkur. Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu og mér fannst við koma mikið beittari inn í seinni hálfleikinn og með frammistöðu sem að verðskuldaði þennan fína sigur á móti mjög góðu Fram liði,“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag. Breiðablik skoraði tvö mörk með stuttu millibili undir restina á leiknum en Halldór var þó ekki sammála því að Fram hafi brotnað við það. „Þeir eru nú ekki þekktir fyrir að brotna. Þeir hafa oft verið að lenda undir í leikjum og komið tilbaka og jafnað eða vinna leikina sína. Við vorum alveg meðvitaðir um það að við mættum ekki falla of mikið tilbaka og fara verja eitthvað. Mér fannst við bara vera aggressívir og mér fannst skiptingarnar heppnast vel, mennirnir sem að komu inn á komu með mikinn kraft og orku. Kiddi Steindórs kom frábærlega inn í þetta og náðum aðeins að ná control-a betur spilið okkar. Oliver mjög öflugur í pressunni og bara allir sem komu inná gerðu vel.“ Breiðablik eru fyrsta liðið í deildinni sem nær að skora meira en eitt mark á Fram en þeir settu fjögur á sterkt lið Fram. „Þó að þeir hafi verið að lenda undir og koma framar á völlin þá er ekki eins og lið hafi verið að raða inn mörkum á þá. Það er auðvitað jákvætt. Fullt af færum og stöðum sem að við hefðum getað gert kannski betur. Fyrst og fremst bara gott að ná í þrjú stig og eiga mjög öflugan seinni hálfleik. Heilt yfir ágætis frammistaða.“ „Tölurnar líta miklu verr út heldur en kannski leikurinn sjálfur sagði til um“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram og aðstoðarmaður.vísir/anton brink „Vonbrigði að tapa. Við erum alveg inn í þessum leik alveg þangað til að annað markið kemur upp úr skyndisókn sem að við missum boltann illa og Blikar nýta vel,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag. „Við sjálfir búnir að klúðra fullt af góðum skyndisóknum. Opin leikur og jafnræði með liðunum þar til þeir komast í 1-2 og eftir það þá fáum við tvö trúðamörk á okkur. Tölurnar líta miklu verr út heldur en kannski leikurinn sjálfur sagði til um.“ Fram fékk á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lok leiksins sem að mati Rúnars skekktu aðeins myndina af leiknum. „Við erum náttúrulega að tapa 1-2 á heimavelli og þá reynum við að fara fram með menn og reynum að jafna. Við erum ekki að leggjast í varnarleik þá heldur erum að reyna ýta liðinu aðeins hærra og svo verður bara eitthvað samskiptaleysi hjá mönnum og menn út úr stöðum. Þetta svona riðlaðist allt of mikið hjá okkur og við fáum á okkur þessi tvö mörk sem að gera það að verkum að þetta líti miklu verr út heldur en að það hefði þurft að gera.“ Fram hafði fyrir leikinn í dag aðeins fengið á sig fimm mörk í deildinni í sumar en Breiðablik settu fjögur í dag. „Þetta kemur fyrir. Við erum ekkert að fara í gegnum tímabilið án þess að fá á okkur fleiri en eitt mark í leik og stundum ekkert. Það er bara viðbúið en á meðan við vorum þannig bara búnir að fá á okkur fimm í fyrstu sjö þá auðvitað viltu halda því þannig og halda í góðan varnarleik.“ „Það átti kannski enginn von á því að Fram væri að fara stríða Breiðablik eða vinna þá ef maður hugsar kannski hvað aðrir væru að hugsa fyrir utan okkur Framara. Deildin er þannig að við erum með Val, Breiðablik og Víking sem eru talin langbestu liðin. Þá býst kannski enginn við því að Fram fari að stríða Breiðablik en við gerðum það virkilega og gáfum þeim góðan leik sem að losnaði aðeins upp síðustu fimmtán mínúturnar.“ Besta deild karla Fram Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar við fengum sénsana þá tókum við þá“ Breiðablik gerðu sér góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem þeir heimsóttu Fram og höfðu betur 1-4 í 8.umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö mörk í liði gestanna. 26. maí 2024 19:56
Breiðablik vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta þegar það lagði Fram örugglega á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í Grafarholti. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og strax á fjórðu mínútu komust gestirnir í Breiðablik í dauðafæri. Höskuldur Gunnlaugsson átti þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið frá hægri og Patrik Johannesen átti skalla á markið sem Ólafur Íshólm Ólafsson varði frábærlega en beint fyrir fætur Patriks sem átti aðra tilraun sem Ólafur Íshólm varði aftur stórkostlega. Það dró svo til tíðinda á 15. mínútu leiksins þegar Fram fékk hornspyrnu. Fred tók spyrnuna stutt á Tiago sem gaf boltan aftur á Fred sem sendi frábæran bolta fyrir markið þar sem Guðmundur Magnússon kom á nærstöngina og skallaði boltann í netið og kom Fram yfir. Guðmundur Magnússon að skora í sínum fjórða leik í röð. Breiðablik voru þó ekki lengi undir en þeir jöfnuðu leikinn fimm mínútum síðar með frábæru marki frá Viktor Karl Einarssyni. Kristinn Jónsson sendi boltann á Viktor Karl sem lyfti boltanum yfir Kyle McLagan og lagði hann svo framhjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Bæði lið áttu fínustu færi eftir þetta en tókst þó ekki að ógna að neinu viti. Liðin fóru því jöfn með sitthvort markið inn í hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn fór fjörlega af stað og sóttu liðin endana á milli. Það voru rétt um sjö mínútur liðnar af hálfleiknum þegar Blikar vildu fá víti þegar Adam Örn Arnarsson virtist stíga á Kristinn Jónsson inn í teig sem féll við en ekkert dæmt. Breiðablik tóku forystuna á 73. mínútu leiksins þegar þeir náðu að sækja hratt á Framara. Jason Daði kom boltanum á Viktor Karl Einarsson sem óð í gegnum miðjuna og að teignum. Hann lagði þar boltann til hliðar á Aron Bjarnason sem átti flott skot í fjærhornið og kom Breiðablik yfir í leiknum. Breiðablik skoruðu svo tvö mörk á tveimur mínútum til að endanlega gera út um leikinn. Fyrra markið kom á 83. mínútu og var þar Viktor Karl Einarsson á ferðinni. Hann átti fremur laust skot sem lak undir Ólaf Íshólm í marki Fram. Tveimur mínútum síðar var Kristinn Steindórsson búin að þræða Ísak Snær Þorvaldsson inn fyrir vörn Framara þar sem hann gerði allt rétt og skoraði fjórða mark gestana. Fleirra gerðist ekki í þessum leik og gestirnir í Breiðablik fóru með afskaplega þægilegan 1-4 sigur heim í Kópavoginn. Atvik leiksins Það er hægt að nefna tvöföldu vörslu Ólafs Íshólms hérna í upphafi leiks. Það er einnig hægt að nefna markið hans Viktors Karls sem var einstaklega smekklega gert. Atvikið er hinsvegar þriðja mark Breiðabliks. Viktor Karl á skot sem virkar ekkert svo fast en það lekur undir Ólaf Íshólm í marki Fram. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson var frábær í dag. Skoraði tvö og lagði upp eitt. Erfitt að horfa framhjá þeirri frammistöðu. Var heilt yfir besti maður vallarins sennilega.Kristinn Jónsson var einnig öflugur og á skilið að fá smá viðurkenningu. Ólafur Íshólm Ólafsson verður því miður að taka það á sig að vera skúrkurinn. Eins og þetta byrjaði vel hjá honum í dag en þá er það þetta þriðja mark sem situr svolítið eftir þegar hann missir hann undir sig. Dómarinn Elías Ingi Árnason dæmdi þennan leik og honum til aðstoðar voru Andri Vigfússon og Bergur Daði Ágústsson. Arnar Ingi Ingvarsson var þá fjórði dómari. Dómarateymið var að mínu mati bara mjög gott heilt yfir. Það er ýmislegt sem hægt er að pikka út eflaust og spurning hvort Blikar hefðu átt að fá víti í upphafi síðari en það kom ekki að sök. Ef ég þyrfti að gefa einkunn væri það sennilega bara 6.5 Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í stúkuna í dag. Flott stemning sem myndaðist í dag og sungið og trallað. Verð að gefa stuðningsmönnum Fram það að þeir voru með nýjungar í söng sem er alltaf skemmtilegt.Aðstæður voru svo bara til fyrirmyndar. „Þeir eru nú ekki þekktir fyrir að brotna“ Halldór Árnason, þjálfari Blika.Vísir/Diego „Góður seinni hálfleikur hjá okkur. Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu og mér fannst við koma mikið beittari inn í seinni hálfleikinn og með frammistöðu sem að verðskuldaði þennan fína sigur á móti mjög góðu Fram liði,“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag. Breiðablik skoraði tvö mörk með stuttu millibili undir restina á leiknum en Halldór var þó ekki sammála því að Fram hafi brotnað við það. „Þeir eru nú ekki þekktir fyrir að brotna. Þeir hafa oft verið að lenda undir í leikjum og komið tilbaka og jafnað eða vinna leikina sína. Við vorum alveg meðvitaðir um það að við mættum ekki falla of mikið tilbaka og fara verja eitthvað. Mér fannst við bara vera aggressívir og mér fannst skiptingarnar heppnast vel, mennirnir sem að komu inn á komu með mikinn kraft og orku. Kiddi Steindórs kom frábærlega inn í þetta og náðum aðeins að ná control-a betur spilið okkar. Oliver mjög öflugur í pressunni og bara allir sem komu inná gerðu vel.“ Breiðablik eru fyrsta liðið í deildinni sem nær að skora meira en eitt mark á Fram en þeir settu fjögur á sterkt lið Fram. „Þó að þeir hafi verið að lenda undir og koma framar á völlin þá er ekki eins og lið hafi verið að raða inn mörkum á þá. Það er auðvitað jákvætt. Fullt af færum og stöðum sem að við hefðum getað gert kannski betur. Fyrst og fremst bara gott að ná í þrjú stig og eiga mjög öflugan seinni hálfleik. Heilt yfir ágætis frammistaða.“ „Tölurnar líta miklu verr út heldur en kannski leikurinn sjálfur sagði til um“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram og aðstoðarmaður.vísir/anton brink „Vonbrigði að tapa. Við erum alveg inn í þessum leik alveg þangað til að annað markið kemur upp úr skyndisókn sem að við missum boltann illa og Blikar nýta vel,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir leikinn í dag. „Við sjálfir búnir að klúðra fullt af góðum skyndisóknum. Opin leikur og jafnræði með liðunum þar til þeir komast í 1-2 og eftir það þá fáum við tvö trúðamörk á okkur. Tölurnar líta miklu verr út heldur en kannski leikurinn sjálfur sagði til um.“ Fram fékk á sig tvö mörk með tveggja mínútna millibili undir lok leiksins sem að mati Rúnars skekktu aðeins myndina af leiknum. „Við erum náttúrulega að tapa 1-2 á heimavelli og þá reynum við að fara fram með menn og reynum að jafna. Við erum ekki að leggjast í varnarleik þá heldur erum að reyna ýta liðinu aðeins hærra og svo verður bara eitthvað samskiptaleysi hjá mönnum og menn út úr stöðum. Þetta svona riðlaðist allt of mikið hjá okkur og við fáum á okkur þessi tvö mörk sem að gera það að verkum að þetta líti miklu verr út heldur en að það hefði þurft að gera.“ Fram hafði fyrir leikinn í dag aðeins fengið á sig fimm mörk í deildinni í sumar en Breiðablik settu fjögur í dag. „Þetta kemur fyrir. Við erum ekkert að fara í gegnum tímabilið án þess að fá á okkur fleiri en eitt mark í leik og stundum ekkert. Það er bara viðbúið en á meðan við vorum þannig bara búnir að fá á okkur fimm í fyrstu sjö þá auðvitað viltu halda því þannig og halda í góðan varnarleik.“ „Það átti kannski enginn von á því að Fram væri að fara stríða Breiðablik eða vinna þá ef maður hugsar kannski hvað aðrir væru að hugsa fyrir utan okkur Framara. Deildin er þannig að við erum með Val, Breiðablik og Víking sem eru talin langbestu liðin. Þá býst kannski enginn við því að Fram fari að stríða Breiðablik en við gerðum það virkilega og gáfum þeim góðan leik sem að losnaði aðeins upp síðustu fimmtán mínúturnar.“
Besta deild karla Fram Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar við fengum sénsana þá tókum við þá“ Breiðablik gerðu sér góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem þeir heimsóttu Fram og höfðu betur 1-4 í 8.umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö mörk í liði gestanna. 26. maí 2024 19:56
„Þegar við fengum sénsana þá tókum við þá“ Breiðablik gerðu sér góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem þeir heimsóttu Fram og höfðu betur 1-4 í 8.umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö mörk í liði gestanna. 26. maí 2024 19:56
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti