RÚV greinir frá þessu.
Næst kemur Halla Hrund Logadóttir með nítján prósent fylgi, svo Baldur Þórhallsson með átján prósent, og svo Halla Tómasdóttir með sautján prósent.
Nokkuð bil er í Jón Gnarr sem mælist með níu prósent og svo kemur Arnar Þór Jónsson með sjö prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með eitt prósent og aðrir frambjóðendur minna.
Fylgi Jóns fellur mest allra um níu prósent frá síðustu könnun, en það er mesta fallið í þessari könnun. Arnar Þór bætir mest við sig, en hann fer upp um rúmlega sjö prósentustig.