Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 08:30 Björgvin Páll átti 39 ára afmæli í gær og vonast til að fagna Evróputitli í dag. Vísir/Hulda Margrét Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira