Vegið að æru embættismanna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2024 07:01 Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Stjórnsýsla Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun