Vegið að æru embættismanna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2024 07:01 Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Stjórnsýsla Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun