Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 21:01 (f.h.t.v.) Stefán Örn, Heimir og Aron Örn tóku út alla battavelli landsins. Sá besti: Í Borgarnesi. Vísir/Ívar Fannar Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir. Krakkar Fótbolti Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir.
Krakkar Fótbolti Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira