„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:28 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. „Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira