Ómetanleg leiðsögn Magnús Ingi Óskarsson skrifar 25. maí 2024 07:30 Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun