Innlent

Mál­þing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli

Lovísa Arnardóttir skrifar
Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Hún er fundarstjóri á fundinum. 
Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Hún er fundarstjóri á fundinum. 

Í dag fer fram málþing um stöðluð greiningar- og meðferðarferli á milli klukkan 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð. Á málþinginu verður fjallað um ferlið allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Málþinginu er einnig í streymi hér að neðan.

Rætt verður um það á málþinginu hvort að innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla gætu hjálpað til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni. Hvort slíkt geti verið leið til að tryggja áframhaldandi góðan árangur varðandi krabbamein hér á landi og til að koma í veg fyrir ójöfnuð tengdan búsetu og félagslegum þáttum.

Þá verður það einnig rætt hvort það geti verið leið til að tryggja gæði og samfellt fyrirsjáanlegt ferli til að auka öryggi sjúklings og aðstandenda?

Erindi flytja

Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu

Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins

Helena Brändström Ph.D., forstöðumaður hjá Regionala cancercentrum i samverkan í Svíþjóð

Søren Gray Worsøe Laursen, Ph.D., hjá danska Krabbameinsfélaginu

Í pallborðsumræðum taka þátt:

Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmda­stjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein, Nanna Sigríður Kristinsdóttir, framkvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á Landspítala, Sigríður Gunnarsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmda­stjóri hjarta, augn og krabbameinsþjónustu á Landspítala auk fulltrúa frá heilbrigðisráðuneytinu.

Fundarstjóri: Halla Þorvaldsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×