Innlent

Segir fyrir­hugaða á­fengis­sölu Hag­kaups lög­brot og jarð­skjálfta­hrina í Hengli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Fólk fylgist vel með vef Veðurstofunnar og því hafa vaknað spurningar um jarðskjálftavirkni á Hengilssvæðinu. Sérfræðingur segir hrinuna sennilega stafa af niðurdælingu frá Hellisheiðarvirkjun.

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum.

Í hádegisfréttunum komum við einnig við á Hvolsvelli, þar sem eina kaffihús staðarins fagnar tuttugu ára afmæli á morgun. Blásið verður til veislu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×