Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 17:36 Sjö voru fluttir með þyrlum á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl, ýmist á heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira