Í djúpneti íslenskra stjórnmála Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 13:30 Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegagerð Matvælaframleiðsla Magnús Guðmundsson Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun