Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Vaxjö og áður Val, er frá keppni vegna meiðsla. Það kom ekki að sök því Þórdís steig upp snemma í seinni hálfleik og setti boltann í netið.
Vaxjö hélt forystunni heillengi en Tove Almqvist tókst að pota boltanum inn undir loks leiks og jafna fyrir Djurgarden.
Vaxjö situr því í 9. sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta umferðir. Djurgarden er í 6. sætinu með 14 stig.
Á sama tíma hélt Guðrún Arnardóttir hreinu í 2-0 sigri Rosengard gegn Pitea. Guðrún lék allan leikinn í miðri þriggja manna vörn heimakvenna, sem sitja í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta umferðir.
Rosengard hefur haldið marki sínu hreinu í sex af þessum átta leikjum. Þær fengu eitt mark á sig í 3-1 sigri gegn Kristianstad og annað í 6-1 sigri gegn Linköping.