Gat ekki gengið fyrir nokkrum dögum en vann síðan sögulegt silfur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 07:31 Bergrós Björnsdóttir með söguleg verðlaun sín. Lyftingasamband Íslands Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir varð um helgina fyrst Íslendinga til að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum og það þrátt fyrir að vera á hækjum aðeins nokkrum dögum fyrr. Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan. Lyftingar CrossFit Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Bergrós vann silfrið í -71 kílóa flokki kvenna á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri sem fram fór í Lima í Perú. Hún lyfti 198 kílóum samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaunin sem Íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka. Afrek Bergrósar vakti mikla athygli þar á meðal hjá útsendara Alþjóðalyftingarsambandsins sem skrifaði sérstaklega um íslensku lyftingakonuna í grein sinni um mótið. Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit í Frakklandi en þar var um að ræða undankeppni Evrópu í fullorðinsflokki. Bergrós varð að hætta keppni þar eftir að hún snéri sig illa á ökkla í einni af síðustu greinum. Mætti til Perú á hækjum Hún mætti til Perú á hækjum sem vakti athygli og Alþjóðalyftingasambandið gerði góð skil á heimasíðu sinni í umfjöllun um mótið. „Á síðasta sunnudag þá gat ég ekki gengið. Ég kom hingað af því að þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki. Ég vildi prófa þetta því ég hélt að ég ætti möguleika á því að komast á verðlaunapallinn. Eftir að ég meiddist þá bjóst ég ekki við því að vera tilbúin í tíma. Það er hálfgert kraftaverk að ég keppti yfir höfuð,“ sagði Bergrós í viðtali við útsendara heimasíðu Alþjóðalyftingasambandsins. „Ólympískar lyftingar eru styrkleiki minn í CrossFit og ég einbeiti mér því ekki allt of mikið að þeim þegar ég er að æfa. Í raun varla neitt. Ég er að vinna í öðru sem ég þarf að bæta. Fyrir þessa keppni þá æfði ég aðeins meira til að undirbúa líkamann en ekkert of klikkað,“ sagði Bergrós. CrossFit á hjartað mitt „Ef ég segi alveg eins og þá er ég hrifnari af CrossFit en lyftingum. Það er meira spennandi að keppa yfir þrjá daga í alls konar keppni. CrossFit á hjartað mitt. Ólympískar lyftingar eru ekki eins skemmtilegar,“ sagði Bergrós og hló. Lyftingasambandið fór yfir keppnina hjá Bergrós. Þar kom fram að tuttugu keppendur voru í flokknum hennar. Bergrós hóf keppni í snörun á 85 kílóum og fór því næst í 88 kíló sem kom henni upp í fjórða sætið í snörun. 88 kílóa lyfta hennar var líka eins kílós bæting á Íslandsmetinu í snörun í aldurs- og þyngdarflokknum. Í lokatilrauninni reyndi hún við 91 kíló sem hefði tryggt henni gull í snörun. Bergrós átti ágætis tilraun en stóð ekki upp með þyngdina. Missti aðeins jafnvægið Í jafnhendingu opnaði hún á 110 kílóum sem er 10 kílóum betra en hún hefur gert á móti í ólympískum lyftingum og um leið fjögurra kílóa bæting á Íslandsmetinu í aldursflokknum. Við það fór hún upp í annað sætið og í þriðja sætið í jafnhendingu. Í annarri tilraun fór hún í 114 kíló til að koma sér í fyrsta sætið en hún náði ekki að standa upp með þá þyngd. Það eina í stöðunni var að elta Sarah Ochoa frá Venesúela sem var í forustusætinu. Sarah lyfti fyrst en náði ekki að lyfta þyngdinni sem var 115 kíló. Bergrós fékk því lokalyftuna til að vinna gullið, hún náði að standa upp með þyngdina, og lyfta henni upp fyrir haus í lás. Því miður missti Bergrós aðeins jafnvægið þegar hún var í lokahluta lyftunnar og missti þyngdina aftur fyrir sig. Silfrið var því niðurstaðan.
Lyftingar CrossFit Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira