Lífið

Bjöggi Takefusa og Sól­veig nefna dótturina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Björgólfur og Sólveig eignuðust sitt fyrsta barn saman í mars síðastliðnum.
Björgólfur og Sólveig eignuðust sitt fyrsta barn saman í mars síðastliðnum.

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur nefndu dóttur sína við fallega athöfn um helgina. Stúlkunni var gefið nafnið Indíana Rós. 

Indíana kom í heiminn 14. mars síðastliðinn og er fyrsta barn parsins. Fyrir á Björgólfur dótturina Jasmín sem er níu ára. Björgólfur og Sólveig hafa verið par í þrjú ár.

Björgólfur er barnabarn Björgólfs nafna síns Guðmundssonar, fyrrverandi eiganda Landsbankans.

Björgólfur á að baki 327 keppnisleiki í meistaraflokki hér á landi og skoraði í þeim 150 mörk. Hann raðaði fyrst inn mörkum með uppeldisfélaginu Þrótti áður en hann spilaði með Fylki, KR, Víking, Val, Fram áður en KV og SR sannfærðu hann um að spila nokkra leiki með félaginu í neðri deildum og bikarkeppni. Hann spilaði þrjá A-landsleiki fyrir Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×