Stjörnumenn gengu hreint til verks gegn KA-mönnum og voru komnir í 2-0 eftir átta mínútur. Örvar Eggertsson og Emil Atlason skoruðu mörkin. Emil skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Stjörnunnar í upphafi seinni hálfleiks.
Ungstirnin Helgi Fróði Ingason og Róbert Frosti Þorkelsson skoruðu síðan tvö mörk á fjögurra mínútna kafla og 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd.
Fram náði forystunni gegn Breiðabliki þegar Guðmundur Magnússon skoraði á 15. mínútu. Fimm mínútum síðar jafnaði Viktor Karl Einarsson í 1-1 og þannig var staðan þangað til á 73. mínútu.
Þá kom Aron Bjarnason Blikum yfir og Viktor Karl og Ísak Snær Þorvaldsson bættu svo við mörkum áður en yfir lauk.
Mörkin úr leikjunum tveimur í gær má sjá hér fyrir ofan.