Afturbatapíka í skilgreiningu HKL Steingrímur Gunnarsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi. Nútildags gengur það hraðar fyrir sig og ferskasta dæmið er þegar nýjasti fyrrverandi forsætisráðherrann okkar stígur uppúr ráðherrastól sínum og fer lóðbeint í forsetaframboð eftir að flokkur hennar hafi í tvígang fallerast með stjórnarbatteríi Sjálfstæðisflokksins, sem nú gerir flest til að koma frambjóðanda sínum á Bessastaði. Skrýtið pólítískt bandalag það. Það má spyrja sig hvort fólk „fatti jókinn“ og átti sig á því sem að baki býr? Og þá kemur uppí hugann saga, sem móðurbróðir minn sagði mér úr æsku sinni. Eitt sinn voru þeir, eldri bróðir hans og hann, að skoða saman myndabók og á einni myndinni var stór og fallegur kastali í bakgrunni og fyrir framan hann stóð stæðilegur varðhundur. Þá spyr sá yngri þann eldri hvort þessi hundur sé tík. Sá eldri svarar, jú, rétt er það, en þetta væri nú ekki nein venjuleg tík, því þetta væri pólí-tík. Þó drengirnir væru ungir að árum, þá voru þeir vanir að hlusta á umræður um stjórnmál á heimilinu þar sem faðir þeirra var alþingismaður. Nú fara í hönd forsetakosningar og jafnt í gríni sem alvöru skulum við hafa í huga skilgreininingu HKL á þessu ágæta nafnorði, sem er í titli pistilsins og horfa til annarra frambjóðenda. Með vinsemd, Höfundur er leiðsögumaður, Cand.mag., MA í alþjóðasamskiptum og fyrrum kjósandi VG.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar