Kjósum forseta sem við treystum Ingileif Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:16 Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun