Hvers vegna kýs ég „nörd“ í smáríkjafræðum sem forseta? Steinn Jóhannsson skrifar 27. maí 2024 17:32 Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar