Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Björn Sævar Einarsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Lífeyrissjóðir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar