Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. maí 2024 21:25 Strákarnir ferðbúnir í morgunsárið. Aðsend Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“ Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“
Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51