Vill kvittanir frá framboði Höllu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 22:56 Framboð Höllu Hrundar Logadóttur segir myndefnið fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Vísir/Vilhelm Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira