Vill kvittanir frá framboði Höllu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 22:56 Framboð Höllu Hrundar Logadóttur segir myndefnið fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Vísir/Vilhelm Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Kosningateymi hennar segir að myndefnið komi úr alþjóðlegum myndabanka. „Ég var að lesa svar frá framboðsteymi Höllu Hrundar um myndefni eftir mig í auglýsingu þeirra. Ef fólk les á milli línanna þá sést að þau svara engu varðandi fullyrðingu mína. En þar sagði ég að myndskeið í auglýsingu Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda hafi verið notað í leyfisleysi og án þess að greiðsla hafi borist fyrir,“ segir í Facebook-færslu Bjarka. Hann bendir á að Orkustofnun, þaðan sem Halla er í leyfi sem orkumálastjóri, hafi notað og greitt fyrir myndbandið á síðasta ári. „Ég hef beðið um kvittanir fyrir því að efnið hafi verið sótt á myndabanka fyrir auglýsinguna en engar kvittanir fengið. Það er ólöglegt að sækja efni fyrir einn viðskiptavin á síðasta ári og setja það svo í annað verkefni á þessu ári, án þess að sækja efnið aftur. Málið snýst um það,“ segir Bjarki. Umrætt myndband er loftmynd af Reykjanesvirkjun. „Það er lifibrauð okkar í kvikmyndageiranum að þeir sem eru að vinna og endurselja efnið okkar fari eftir reglunum.“ Hér má sjá auglýsingu Höllu Hrundar annars vegar og myndband Orkustofnunar hins vegar. Mbl hefur fjallað um málið í dag, og hafði miðillinn eftir Bjarka að hann hafi krafist þess að Ríkissjónvarpið taki auglýsingu þar sem mynefnið komi fyrir úr birtingu. Sjálfur er Bjarki stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar og hefur séð um mynbandsverkefni fyrir framboð hans. Þetta sama myndefni má sjá í auglýsingu hjá honum. Framboð Höllu Hrundar sendi stutta yfirlýsingu á Mbl þar sem að sagði að myndefnið væri fengið úr alþjóðlegum myndabanka. Þá segir í tilkynningu teymisins að samkvæmt skilmálum myndabankans sé leyfi fyrir birtingu myndefnisins í sjónvarpi. Áðurnefnd færsla Bjarka felur í sér viðbrögð við þeim svörum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira