Mér finnst á mig hlustað Tinna Martinsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:31 Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar