Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 28. maí 2024 08:31 Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar