Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 28. maí 2024 08:31 Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti. Fyrir þremur árum talaði Katrín á málþingi Landverndar um þá staðreynd að á hálendi Íslands er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu. Þar fór hún yfir hve umræða um náttúruvernd sé nátengd fullveldishugsuninni og hve þakklát við getum verið fyrir að almenningur megi njóta friðaðra Þingvalla óspilltra. Hún sagði það á okkar ábyrgð að vernda hin miklu verðmæti sem við eigum í víðernum hálendisins, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Töfrana, víðáttuna, kyrrðina, birtuna og litrófið allt. Við eigum að geta notið ósnortinnar náttúru hvort sem við erum ríðandi í Austurdal í Skagafirði, siglandi um Breiðafjörð, hjólandi um Fjörðurnar eða hlaupandi í Dyrfjöllum. Að hennar sögn skiptir miklu máli að gera fólki kleift að stofna og starfrækja samtök til að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Enda gegna slík samtök þýðingarmiklu hlutverki í að viðhalda þeim réttindum sem þegar hafa áunnist, veita stjórnvöldum aðhald og sjá til þess að réttindi fólks og fjölbreyttrar náttúru séu tryggð. Katrín hefur sem dæmi verið félagi í Landvernd gegnum tíðina og skilur mikilvægi frjálsra umhverfisverndarsamtaka og það aðhald sem slík samtök veita stjórnvöldum. Umhverfismál þurfa nefnilega að samtvinnast skynsamlegri stefnu í samfélags- og atvinnumálum, að við vinnum úr auðlindum okkar með hugviti og nýsköpun og ávallt með það í huga að öflugt atvinnulíf snúist um meira en eina lausn. Hún hefur ekki látið sitja við að tala um þessa hluti heldur fylgt þeim fast eftir á Alþingi og hvar sem hún kemur. Hún hefur þannig staðið fyrir lagabreytingum um takmörkun á erlendu eignarhaldi jarða hérlendis og varað við því að landið okkar safnist á hendur fárra erlendra auðmanna í öðrum tilgangi en til landbúnaðarnotkunar og sjálfbærrar nýtingar. Þannig setur hún náttúruna í fyrsta sæti. Hún hefur talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá, að sameign þjóðarinnar sé tryggð og að við ráðum sjálf yfir auðlindum okkar. Að öll grundvallarmál sem hefðu langtímaáhrif á samfélagið og ágreiningur væri um, líkt og sala Landsvirkjunar sem dæmi, yrðu tilefni til notkunar á málskotsréttinum (Kappræður RÚV, mín 30). Að loft, láð og lögur séu ekki óþrjótandi auðlind heldur dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um og gæta um aldur og ævi með sjálfbærni og hófsemi að leiðarljósi. Sem forseti mun hún standa með náttúrunni, okkur öllum og framtíðinni til heilla. Katrín gerir sér einnig grein fyrir því að til skapa réttlátt og sterkt samfélag er mikilvægt að hagsmunir fólks og náttúru fara saman og að í hversdagslífi okkar allra sé rúm fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Fyrir 15 árum þýddu Katrín og Gunnar maður hennar bók um umhverfisvænt uppeldi, á tíma þegar náttúruvernd og umhverfisvænn lífsstíll þóttu ekki jafn mikilvæg leiðarljós í samfélaginu og þau gera nú. Af því tilefni sagði Gunnar í viðtali að við höfum áhrif á náttúruna, samfélagið og börnin okkar, beint eða óbeint og að við getum öll lagt okkar af mörkum við að vernda náttúruna og bæta samfélagið með umhverfisvernd og nægjusemi. Katrín predikar ekki bara hófsemi, heldur er hún nægjusöm í sinni íbúð í blokk, fer gangandi flestra sinna ferða og lengst af á gömlum smábíl og er þannig sannarlega ekki aðeins vegprestur heldur fyrirmynd. Fyrirmynd sem við getum verið innilega stolt af.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar