Íslenski boltinn

Létu Vals­menn heyra það: „Þarna sjáið þið hvað þeim er farið að líða illa“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn eru nú sex stigum á eftir topplið Víkings.
Valsmenn eru nú sex stigum á eftir topplið Víkings. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn töpuðu stigum á heimavelli á móti FH í síðasta leik sínum í Bestu deild karla í fótbolta og eru nú sex stigum á eftir toppliði Víkings eftir átta umferðir.

Valur gerði 2-2 jafntefli í leiknum en sérfræðingarnir voru sammála um að þeir hafi verið undir á öllum sviðum fótboltans.

Stúkan ræddi Valsliðið og þá sérstaklega sóknarleik liðsins á móti Hafnarfjarðarliðinu.

„Þeir komust ekki oft á síðasta þriðjunginn og fundu Patrick Pedersen mjög sjaldan í fætur til þess að koma boltanum út í víddina,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni.

„Adam Ægir (Pálsson) og Tryggvi (Hrafn Haraldsson) voru engan veginn að ná saman. Adam Ægir átti mjög slakan leik,“ sagði Albert og fór yfir nokkrar slakar sóknir Valsliðsins.

„Sóknarleikurinn hjá Valsliðinu var mjög slakur. Þarna sjáið þið hvað þeim er farið að líða illa,“ sagði Albert.

„Það var slökkt á Valsliðinu,“ sagði Albert.

„Uppspilið gekk ekki hjá þeim og þegar þeir komust loksins í stöðurnar þá var slökkt á fremstu þremur. Ég var á vellinum og var eiginlega bara í sjokki frá fyrstu mínútu,“ sagði Albert.

„Þetta er lið sem er að elta Víkinga og mér fannst vera andleysi frá fyrstu mínútu. Þeir voru undir á öllum sviðum fótboltans,“ sagði Albert.

„Ég upplifði það þegar ég horfið á Valsliðið eins og þetta væru ellefu einstaklingar. Það var engin liðsheild á bak við þetta,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni.

Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan: Slakur sóknarleikur Valsmanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×