Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 12:02 Börn með maga- og garnabólgu af völdum hita fá meðferð á sjúkrahúsi í Hyderabad í Pakistan í hitabylgjunni sem hefur geisað þar síðasta mánuðinn. Hundruð manna hafa fengið hitaslag í mollunni þar. AP/Pervez Masih Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir. Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir.
Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira