Laufey og Hugi tilnefnd til verðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2024 11:51 Laufey með gítarinn á tónleikum í Hörpu í vor. Mummi Lú Laufey og Hugi Guðmundsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir listrænt gildi. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched og Hugi fyrir óratoríuna Guðspjall Maríu. Tilkynnt verður um verðlaunahafann 22. október. Tólf verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru djass- og þjóðlagaplötur ásamt kvikmyndatónlist, sinfóníum og konsertum eftir norrænt tónlistarfólk. Hugi, annar frá vinstri, með verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.ÍSTÓN „Tilnefningar ársins gefa okkur kost á að kafa ofan í fjölbreytt svið norrænnar tónlistar þar sem meðal annars má finna 20 mínútna langt hljómsveitarverk sem varpar ljósi á fjölbreytni og útdauða tegunda undanfarin 600 milljón ár, Grammy-verðlaunaplötu frá mest spiluðu tónlistarkonu Íslands ásamt verki sem er síkvikt listrænt kerfi auk fjölda annarra tilnefninga,“ segir á vef Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Jonas Struck: Tónlist við kvikmyndina Apalonia Apalonia Rune Glerup: Om Lys og Lethed Finnland Cecilia Damström: Extinctions Linda Fredriksson: Juniper Færeyjar Tróndur Bogason: Symfoni nr. 1 & 2 Sólárið Ísland Laufey: Bewitched Hugi Guðmundsson: Guðspjall Maríu Noregur Anne Hytta: Brigde Tyler Futrell: Stabat Mater Svíþjóð Anders Hillborg: Cellokonsert Sara Parkman og Hampus Norén: Eros agape philia Álandseyjar Peter Lång: LUFT Það voru fulltrúar dómnefndar tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefndu verkin tólf. Tilkynnt verður um sigurvegara tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sjónvarpsþætti hinn 22. október sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna. Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál. Norðurlandaráð Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey skein skært á Met Gala Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Prabal Gurung. 7. maí 2024 09:57 Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. 9. mars 2024 09:19 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt verður um það hverjir verða tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár klukkan fimm í dag. 29. febrúar 2024 17:13 Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi. 15. desember 2023 11:29 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Skoða líkindi VÆB við ísraelskt lag Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Sjá meira
Tólf verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru djass- og þjóðlagaplötur ásamt kvikmyndatónlist, sinfóníum og konsertum eftir norrænt tónlistarfólk. Hugi, annar frá vinstri, með verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.ÍSTÓN „Tilnefningar ársins gefa okkur kost á að kafa ofan í fjölbreytt svið norrænnar tónlistar þar sem meðal annars má finna 20 mínútna langt hljómsveitarverk sem varpar ljósi á fjölbreytni og útdauða tegunda undanfarin 600 milljón ár, Grammy-verðlaunaplötu frá mest spiluðu tónlistarkonu Íslands ásamt verki sem er síkvikt listrænt kerfi auk fjölda annarra tilnefninga,“ segir á vef Norðurlandaráðs. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Jonas Struck: Tónlist við kvikmyndina Apalonia Apalonia Rune Glerup: Om Lys og Lethed Finnland Cecilia Damström: Extinctions Linda Fredriksson: Juniper Færeyjar Tróndur Bogason: Symfoni nr. 1 & 2 Sólárið Ísland Laufey: Bewitched Hugi Guðmundsson: Guðspjall Maríu Noregur Anne Hytta: Brigde Tyler Futrell: Stabat Mater Svíþjóð Anders Hillborg: Cellokonsert Sara Parkman og Hampus Norén: Eros agape philia Álandseyjar Peter Lång: LUFT Það voru fulltrúar dómnefndar tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefndu verkin tólf. Tilkynnt verður um sigurvegara tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sjónvarpsþætti hinn 22. október sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna. Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.
Norðurlandaráð Tónlist Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey skein skært á Met Gala Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Prabal Gurung. 7. maí 2024 09:57 Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. 9. mars 2024 09:19 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt verður um það hverjir verða tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár klukkan fimm í dag. 29. febrúar 2024 17:13 Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi. 15. desember 2023 11:29 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Skoða líkindi VÆB við ísraelskt lag Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Sjá meira
Laufey skein skært á Met Gala Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Prabal Gurung. 7. maí 2024 09:57
Tárin runnu niður kinnar Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. 9. mars 2024 09:19
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt verður um það hverjir verða tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár klukkan fimm í dag. 29. febrúar 2024 17:13
Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi. 15. desember 2023 11:29