Skoðun

For­seti Ís­lands – Katrín Jakobs­dóttir

Guðjón Þórir Sigfússon skrifar

Ég hef fylgst með Katrínu gegnum árin sem vaxandi stjórnmálamanni. Hún hefur komið inn í aðstæður sem eru mjög krefjandi og vaxið með hverri raun. Leyst erfið mál á farsælan hátt. Myndað og haldið saman stjórn sem var nauðsynlegt að mynda á sínum tíma, fyrir hagsæld þjóðar, á meðan aðrir möguleikar voru ekki í stöðunni. Árin hennar á stól forsætisráðherra hafa verið farsæl fyrir land og þjóð. Það hafa verið hagsældartímar. Hún hefur gegnum þessa reynslu öðlast þekkingu og skilning á þjóðmálum sem er mikilvægt veganesti fyrir forseta Íslands. Þá hefur hún öðlast tengingar á alþjóðavettvangi sem er ómetanlegt fyrir forseta. Ég hygg að það komi til með að verða mjög verðmætt fyrir þjóðina á komandi árum. Árum með nýjum áskorunum þar sem forseti verður tákn sameiningar og samstöðu á vegferð þjóðar.

Því styð ég Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands.

Höfundur er verkfræðingur og rekur kúa- og kornræktarbú að Grund Eyjafirði ásamt verkfræðistofu í eigin nafni.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×