Íslenski boltinn

Þróttarar langöflugastir í sölu á varningi og veitingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vel skreyttir Þróttarar.
Vel skreyttir Þróttarar. vísir/diego

Ekkert fótboltafélag á Íslandi stendur Þrótti framar þegar kemur að því að selja varning og veitingar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál í íslenskum fótbolta. Skýrsluna má nálgast með því að smella hér.

Samkvæmt skýrslunni seldi Þróttur varning og veitingar fyrir 61 milljón króna í fyrra, sextán milljónum meira en næsta lið á listanum, Breiðablik.

Sala Þróttar á varningi og veitingum jókst um 37 milljónir milli ára. Þróttur sér um veitingasölu á landsleikjum Íslands í fótbolta en ekki kemur fram í skýrslunni hvort tekjurnar komi einungis af heimaleikjum félagsins.

Breiðablik seldi fyrir tíu milljónum meira en 2022. 

Í 3. sæti listans er Víkingur sem seldi varning og veitingar fyrir þrjátíu milljónir króna 2023. Hagnaður ÍBV af söluvarningi og veitingum var svo tuttugu milljónir króna.

Hagnaður af söluvarningi og veitingum 2023

  • Þróttur - 61 milljónir króna
  • Breiðablik - 45
  • Víkingur - 30
  • ÍBV - 20
  • Keflavík - 19
  • FH - 17
  • KR - 7
  • Fjölnir - 7
  • Leiknir - 7
  • Stjarnan - 6
  • HK - 4
  • Fram - 4
  • ÍA - 4
  • Þór/KA - 2
  • Grótta - 1
  • Valur - 0
  • Fylkir - 0
  • KA - 0
  • Tindastóll - 0
  • Afturelding - 0

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×