De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 23:29 De Niro er áttatíu ára gamall, eignaðist barn í fyrra og lætur stjórnmálin í Bandaríkjunum sig varða. AP Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira