Er lýsi eins skaðlegt og það er bragðvont? Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifa 30. maí 2024 11:15 Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hvað er lýsi? Lýsi er fiskiolía unnin úr lifur ýmist þorska, ufsa eða lúðu en þorskalýsi er þó algengast. Lýsi er ríkt af A og D-vítamínum og inniheldur mikið magn fjölómettaðra fitusýra líkt og omega-3 fitusýra sem að eru okkur nauðsynlegar. Einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfa almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfa þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það er vegna þess hve norðarlega við búum og sólin getur því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Villandi æsifréttamennska Nýlega birtist grein um lýsi sem vakti þó nokkuð mikla athygli en hún fjallaði um að lýsi gæti aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Greinin fjallaði um niðurstöður nýrrar rannsóknar og því haldið fram að lýsi gæti aukið hættu á heilablóðfalli og gáttatifi hjá fólki sem býr við góða hjarta- og æðaheilsu. Skiljanlega fékk greinin töluvert mikla athygli enda á lýsi stóran stað í hjörtum Íslendinga. Nýjar rannsóknir eru alltaf kærkomin viðbót þar sem við erum alltaf að reyna að vita meira þegar kemur að næringu. Það krefst hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt og sjá hvaða upplýsingar rannsóknin gefur okkur og hvar hún stendur á brauðfótum sem að fjölmiðlar gera almennt ekki. Greinin sem um ræðir er unnin upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni fylgdi hins vegar ekki nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Hér er þá gott að stoppa við en rannsóknin hafði ýmsar takmarkanir og galla sem býður upp á bjögun sem vert er að hafa í huga. Athygli vekur að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafði omega-3 fæðubót verndandi áhrif. Sem er punktur sem einmitt vekur upp spurningar um bjögun og fleira í hópnum sem ekki var með sjúkdómsgreiningar. Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíu fæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif. Þess má einnig geta að það er til töluvert magn rannsókna sem skoða aðrar heilsufarsútkomur og fá niðurstöður um jákvæð áhrif fiskolíu. Nokkur atriði til að hafa í huga - Það er best að fá næringarefni í sínu frumformi úr heilum matvælum. Hins vegar þótt það sé besta leiðin þýðir það ekki að aðrar leiðir séu skaðlegar séu skammtar innan eðlilegra marka. Matvæli rík af omega-3 eru t.d. feitur fiskur eins og lax, silungur, makríll og túnfiskur og matvæli eins og valhnetur, hörfræ og chia fræ. - Fyrir þau sem borða ekki ákveðin matvæli með ákveðnum næringarefnum er skynsamlegt að taka fæðubót. - Tengsl næringarefna við heilsufarsútkomur geta verið ólíkar hjá heilbrigðum einstaklingum samanborið við einstaklinga með sjúkdóma. - Meira er ekki betra. Þó svo að fæðubótarefni fáist í lausasölu í matvöruverslunum og apótekum þýðir það ekki að það sé með öllu áhættulaust. Ofurskammtar geta verið skaðlegir heilsunni og ætti því alltaf að skoða skammtastærðir vel fyrir inntöku. Ofurskammtar af omega-3 eru ekki skynsamlegir og sumar klínískar rannsóknir (til dæmis í umræðukafla höfunda rannsóknarinnar) notast við mjög stóra skammta. Fyrir 6 ára og eldri eru ráðlagðar 2 teskeiðar (10 ml) af lýsi á dag. Í þeim skammti er magn omega-3 fitusýra rúmlega 2 g. Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) er langtímaneysla á omega-3 (EPA og DHA) bætiefna í skömmtum allt að 5 g á dag, örugg. Að lokum… Viljum við hvetja fjölmiðla til að leita ráða næringarfræðinga þegar skrifa á um næringu og rannsóknir sem fjalla um næringu. Viðfangsefnið er stórt og snertir alla þar sem við borðum jú öll. Að túlka rannsóknir um næringu er vandasamt verk þar sem þarf að hafa í huga margskonar líkamleg áhrif, bæði skammtíma- og langtíma, auk umhverfisáhrifa, hegðana, venja og ótal fleiri þátta. Að birta greinar sem segja ekki allann sannleikann getur valdið því að einstaklingar taki úr mataræði sínu mjög þarfa fæðubót án þess að bæta öðru við. Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði Íslendinga er stór hluti ekki að taka inn nóg D vítamín og lýsi því kærkomin viðbót. Fyrir þá sem kjósa hins vegar að taka ekki lýsi þurfa þeir að velja aðra D-vítamín fæðubót. Fjölmiðlar hafa einstakt tækifæri til að vera hluti af lausninni á tímum þar sem upplýsingaóreiða um næringu hefur aldrei verið meiri og verið þannig öflugt tól að bættri lýðheilsu. Er ekki komið nóg af því að nota stakar næringarrannsóknir sem smellubeitu og vekja ótta hjá fólki um jákvæðar fæðuvenjur. Ef vel er að verki staðið geta fjölmiðlar verið öflugt tól í að veita skýrar upplýsingar um næringu og þannig efla lýðheilsu þjóðarinnar. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun