Breiðar axlir og stór hjörtu Ingunn Rós Kristjánsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 29. maí 2024 09:30 „Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
„Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar