Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:40 Erik ten Hag kyssir bikarinn sem Manchester United vann á Wembley um síðustu helgi. AP/Kin Cheung Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. Það lítur út fyrir það að eigendur United ætli að láta hollenska knattspyrnustjórann bíða og jafnvel bíða lengi eftir því að þeir taki ákvörðun um framtíðina. Heimildarmenn ESPN herma að í herbúðum Manchester United séu menn ekkert að flýta sér að komast að niðurstöðu. Hluteigandinn Sir Jim Ratcliffe og INEOS liðið hans munu taka sér tíma í að meta allt þætti í kringum félagið og fara vel yfir frammistöðuna á leiktíðinni. Sources: Ten Hag future decision not imminentErik ten Hag is being made to wait before learning whether he will continue as Manchester United manager, sources have told ESPN.https://t.co/fYMtaVBJnh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 Ten Hag á enn eitt ár eftir af samningi sínum og því verða Ratcliffe og félagar að reka hann ætli þeir að skipta um knattspyrnustjóra. Samkvæmt upplýsingum ESPN þá er vaninn að endurskoðun sem þessi hjá INEOS fyrirtækinu taki í kringum fjóra daga í framkvæmd. Það fylgir þó sögunni að þeir hafa ekki sett sér neina tímapressu á að komast að niðurstöðu. Enskir fjölmiðlar fjölluðu um að reka ætti Ten Hag en það var áður en hann vann Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Ten Hag er farinn í sumarfrí en fær mögulega símtal á næstunni þar sem hann fær að vita hvort hann fái að halda áfram eða hvort United leiti til manna eins og Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino, Thomas Frank eða Kieran McKenna. United endaði vissulega í áttunda sæti sem er lægsta sæti liðsins frá 1990. Liðið endaði líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og það var enginn Evrópubolti eftir jól. Ten Hag gæti hins vegar fengið að byrja næsta tímabil ef marka má fyrrnefnda frétt. Það er því óhætt að segja að hollenski stjórinn sé í furðulegri stöðu þessa dagana. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Það lítur út fyrir það að eigendur United ætli að láta hollenska knattspyrnustjórann bíða og jafnvel bíða lengi eftir því að þeir taki ákvörðun um framtíðina. Heimildarmenn ESPN herma að í herbúðum Manchester United séu menn ekkert að flýta sér að komast að niðurstöðu. Hluteigandinn Sir Jim Ratcliffe og INEOS liðið hans munu taka sér tíma í að meta allt þætti í kringum félagið og fara vel yfir frammistöðuna á leiktíðinni. Sources: Ten Hag future decision not imminentErik ten Hag is being made to wait before learning whether he will continue as Manchester United manager, sources have told ESPN.https://t.co/fYMtaVBJnh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 Ten Hag á enn eitt ár eftir af samningi sínum og því verða Ratcliffe og félagar að reka hann ætli þeir að skipta um knattspyrnustjóra. Samkvæmt upplýsingum ESPN þá er vaninn að endurskoðun sem þessi hjá INEOS fyrirtækinu taki í kringum fjóra daga í framkvæmd. Það fylgir þó sögunni að þeir hafa ekki sett sér neina tímapressu á að komast að niðurstöðu. Enskir fjölmiðlar fjölluðu um að reka ætti Ten Hag en það var áður en hann vann Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Ten Hag er farinn í sumarfrí en fær mögulega símtal á næstunni þar sem hann fær að vita hvort hann fái að halda áfram eða hvort United leiti til manna eins og Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino, Thomas Frank eða Kieran McKenna. United endaði vissulega í áttunda sæti sem er lægsta sæti liðsins frá 1990. Liðið endaði líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og það var enginn Evrópubolti eftir jól. Ten Hag gæti hins vegar fengið að byrja næsta tímabil ef marka má fyrrnefnda frétt. Það er því óhætt að segja að hollenski stjórinn sé í furðulegri stöðu þessa dagana.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira