Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 08:29 Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins. Vísir/EPA Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“. Suður-Afríka Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“.
Suður-Afríka Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira