Leyniskyttur gættu Trump og Rooney: „Hvað er eiginlega í gangi hér?“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2024 13:00 Wayne Rooney átti góða stund með Donald Trump á golfvellinum hér um árið þar sem að leyniskyttur gættu þeirra Vísir/Samsett mynd Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er frægasti einstaklingurinn sem enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur spilað golf með og sagði Englendingurinn kostulega sögu af þeim golfhring í þættinum The Overlap á Sky Sports sem fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Manchester United sem og enska landsliðinu, Gary Neville stýrir. Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan: Donald Trump Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Rooney á að baki afar farsælan feril sem knattspyrnumaður og hefur eftir að skórnir fóru á hilluna verið að feta sig áfram á þjálfaraferli sínum. Á dögunum var Rooney ráðinn knattspyrnustjóri Plymouth Argyle. Í The Overlap var Rooney spurður að því hver væri frægasti einstaklingurinn sem að hann hefði spilað golf með og það stóð ekki á svörunum hjá fyrrverandi markahróknum. Donald Trump var maðurinn en Rooney varði einu ári af leikmannaferli sínum sem leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Þar komst hann í kynni við Trump. „Hann bað mig um að taka son sinn Barron í smá einkaæfingar í fótbolta sem og ég gerði. Barron sagði í eitt skipti við mig „viltu koma að hitta pabba minn“ og fór með mig upp á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Þar var einkaritari Trump og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að leika nokkrar holur í golfi með Trump.“ Og það var akkúrat það sem Rooney gerði. Spilaði golf með þáverandi Bandaríkjaforsetanum Donald Trump og með í för var fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani, sem var þá lögfræðingur Donald Trump. „Það skrýtnasta við þetta allt saman var að Giuliani fylgdi okkur hvert fótmál í golfbíl,“ sagði Rooney hlæjandi. „Það fylgdu okkur menn á um fimmtíu til eitthundrað golfbílum, allt hluti af öryggisteymi Trump. Það voru leyniskyttur í bát á einu vatninu við golfvöllinn, leyniskyttur í runnum umhverfis völlinn og ég hugsaði með mér „hvað er eiginlega í gangi hér?“ Þáttinn The Overlap, þar sem að Gary Neville spyr Wayne Rooney spjörunum úr, má sjá hér fyrir neðan:
Donald Trump Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira