Það er einfalt að vera kosningastjóri Höllu Tómasdóttur Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:31 Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar