Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 12:20 Sturtað úr kjörkassa með utankjörfundaratkvæðum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43