Falinn fjársjóður fyrir atvinnulífið Ásgeir Ásgeirsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Tækni Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun