Óvissa um hvalveiðar í sumar en ráðgjöf Hafró óbreytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 13:31 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi. Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn. Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn.
Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira