Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 20:01 Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar opnar fyrstu kjörkassana í forsetakosningunum. Vísir/Vilhelm „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21
Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20
Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15